MANNLÍFIÐ

MANNLÍFIÐ Gestur vikunnar er Gunnar Þorsteinsson

Episode Summary

Gunnar Þorsteinsson er gestur í Mannlífinu með Reyni Traustasyni. Gunnar hefur ekki tjáð sig opinberlega um fráfall eiginkonu sinnar, Jónínu Benediktsdóttur fyrr en núna. Hann gekk um dimma dali eftir að hún varð bráðkvödd. Þrátt fyrir að þau hafi skilið töluðu þau saman oft á dag. Skömmu fyrir lát Jónínu höfðu þau ákveðið að byrja nýtt líf saman. Gunnar var þunglyndur eftir missinn en hefur nú sætt sig við orðinn hlut. Sjálfur var hann í lífshættu þegar vinur hans greip inn í málin og skipaði honum að leita sér hjálpar.